Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er ekki hrifinn af því að stjórnmálamenn komi fram í Hraðfréttum Ríkissjónvarpsins. Síðastliðið föstudagskvöld komu tveir af samherjum Eiðs fram í þættinum – Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Eiður sem heldur úti áhugaverðu bloggi um málfar og fjölmiðla skrifar af þessu tilefni:

„Það er Molaskrifara ævarandi undrunarefni hvað stjórnmálamenn lúta lágt til að komast skamma stund á sjónvarpsskjáinn. Átt er við stjórnmálamenn og Hraðfréttir, svokallaðar, í Ríkissjónvarpi, til dæmis á föstudagskvöldið var (06.02.2015) . Ef stjórnmálamenn halda að þetta sé þeim til framdráttar, þá er Molaskrifari á öndverðum meiði. Þeir eru frekar að gera lítið úr sér.”