Hið síðara er að það er mikill misskilningur að menn geti farið í aðildarviðræður og samningaviðræður við Evrópusambandið bara í einhverju gríni án þess að hugur fylgi máli. Halda menn að Evrópusambandið taki vel á móti mönnum sem koma og segja í Brussel: „Við ætlum að fá ykkur til að semja við okkur um mögulega aðild okkar. Svo ætlum við að sjá hvað það er, hvort það er nógu gott.“ (Forseti hringir.) Nei, menn fara ekki í samningaviðræður við Evrópusambandið nema þeir ætli að ganga þar inn, að því auðvitað tilskildu að niðurstaðan verði þolanleg.

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi 17. nóvember 2005