Umræðan um virkjanir raforku, nýtingu og flutning sem slík er núorðið ósköp venjuleg íslensk þrætubók, ekki um efnisatriði, heldur listina að þræta sem hófst fyrir alvöru eftir blaðagrein Laxness „Um hernaði mansins gegn landinu” seinnipart síðustu aldar, en hefur ekkert með sanna náttúruvernd að gera, heldur getuna til að strá efasemdum um þá sem ástunda og elska land sitt, en vilja þess vegna að nýtingarval auðlindanna sé í höfði og höndum þeirra sem þjóðin hefur kostað til mennta til að velja rétta tilurð og nýtingu orkunnar við sem lægst kostnaðarverð …

Rannsókn mannfræðinga þarf að liggja fyrir á því hvers vegna sumir segjast vera náttúruverndarmenn á Íslandi og eigi með því köllun að vera, fyrst og síðast, gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ekki er það rányrkja! Skyldi það vera vegna þess að hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? Skyldi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hagkvæmt er að hafa við hann þrætubók? Þangað er hægt að sækja aur í meiri og meiri rannsóknir á lífríki landsins með óbilgjörnum kröfum, látalátum og brigslum. Ég held það sé nærri sanni. Samkvænt fjárlögum kostar það ríkissjóð marga milljarða króna á ári að halda úti alls konar náttúrueftirliti með okkur sem erum illa innrætt og óheiðarleg gagnvart náttúru landsins.

Erling Garðar Jónasson í Morgunblaðsgrein 11. febrúar 2015