Samfylking og Vg eru gagnkvæmt útilokandi flokkar, nema í undantekningatilfellum, eins og rétt eftir hrun. Eina leið Samfylkingar til að stækka er með aukinni hægripólitík en þá lekur vinstrafylgið yfir til Vg. Og ef Vg reynir að efla sig með aukinni róttækni flýja hófsamir til Samfylkingar. Gagnkvæm gíslataka vinstriflokkanna á fylgi hvors flokks er leiðarstef í sögu þeirra.

Einkennisorð Samfylkingar og Vg eru: sælt er sameiginlegt skipbrot.

 

Páll Vilhjálmsson á bloggsíðu sinni 3. febrúar 2015