Þetta er nokkuð langur listi og á honum eru mörg nöfn sem hafa verið áberandi í fréttaumræðunni upp á síðkastið, og sum mjög áberandi í stjórnmálaumræðu síðustu ára. Hér eru þó aðeins nefndir nokkrir þeirra fjölmiðlamanna sem hafa bein tengsl við stjórnmálaflokka, hafa starfað innan þeirra eða gegnt trúnaðarstörfum, og listinn er ekki tæmandi. Þess utan hafa jú allir einhverjar stjórnmálaskoðanir, sumir sterkari en aðrir. Það á eins við fjölmiðlafólk og aðra.

Nú er það eitt af grunnatriðum lýðræðisþjóðfélags sé að stjórnmálaskoðanir fólks eigi ekki að ráða því hvar eða hvort það fær vinnu. Þrátt fyrir það virðist nú þykja þörf á sérmeðferð fyrir Eggert Skúlason fyrir alþjóð, krafist er opinberrar afneitunar.

Því liggur beint við að spyrja: Hverra krafa er það, að til þess að teljast trúverðugur blaðamaður á Íslandi þurfi fólk opinberlega að svara þessari spurningu neitandi:

Ert þú núna, eða hefur þú einhverntíma verið, félagi í Framsóknarflokknum?

Brynjar Níelsson