Þá mætti á móti segja að ef eignarhaldið er pólitískt hljóti það að hafa áhrif. Það er auðvitað ekki útilokað, þó fáir telji að flokksblöðin eigi afturkvæmt. En þá er líka rétt að minna á að á dögum flokksblaðanna var Framsóknarflokkurinn sjálfsagt með mildustu húsbændum. Þar komust að ungir fullhugar í blaðamannastétt á borð við Illuga Jökulsson, Egil Helgason og Gunnar Smára Egilsson, en ætli Framsóknarflokkurinn sé ekki um það bil eini stjórnmálaflokkurinn, sem enginn þeirra hefur nokkru sinni gælt við?!

Andrés Magnússon í fjölmiðlapistli Viðskiptablaðsins 15. janúar 2015