Það eru fleiri en stjórnarflokkarnir, sem þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna afturköllunar aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Það þurfa Vinstri grænir að gera líka.

Flokkurinn sem sveik með ósvífnari hætti en dæmi eru til um gefin loforð fyrir þingkosningarnar 2009.

Það er ekki til of mikils mælzt að VG upplýsi nú hvort flokkurinn muni styðja tillögu um afturköllun aðildarumsóknar komi hún fram á Alþingi.

Geri VG það ekki er ljóst að flokkurinn talar tungum tveim.

Styrmir Gunnarsson í pistli á Evrópuvaktinni 12. janúar 2015