Núna liggur fyrir að yfirmenn Þorsteins Haraldssonar bökuðu ríkissjóði bótaskyldu með því að reka hann. Hann var í reynd rekinn fyrir að vera heiðarlegur. Ríkisskattstjórinn sem ákvað hins vegar með einu pennastriki að sleppa álagningu tekjuskatts sem um munaði situr áfram í embætti og rær í gráðið. Enginn veit ástæðuna fyrir því að maðurinn tók ákvörðun sína. Og enginn mun fá að vita hana, því á Íslandi komast menn einatt upp með misnotkun opinbers valds síns ef misnotkunin er nógu stórfelld og unnt reynist að skýra hana með orðum sem enginn skilur.

Jón Steinar Gunnlaugsson