Vefþjóðviljinn veltir því fyrir sér hvort menn séu ekki að grínast með því vilja afnema undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum:

„Er mönnum alvara með því að framleiðslugrein sem nýtur 6.000 milljóna króna ríkisstuðnings á ári, starfar í landi þar sem bannað er að mestu að flytja inn mjólkurafurðir og framleiðsluréttur er kvótasettur, eigi að starfa eftir samkeppnislögum?

En skrattinn, á hann ekki líka að starfa eftir boðorðunum tíu?”

Vefþjóðviljinn telur að verið sé að byrja á röngum enda:

„Hvernig væri að byrja á réttum enda í þessu máli og afnema niðurgreiðslur, tollvernd og önnur ríkisafskipti af mjólkurbúskap og mjólkurvinnslu? Er það ekki líklegra til árangurs en að bæta í ríkisafskiptin með svokölluðu samkeppniseftirliti?

Hvernig væri að byrja á því að leyfa samkeppnina áður en samkeppniseftirlitið mætir með samkeppnislögin á staðinn?”