Athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna standast ekki skoðun.
Ríkisstjórnin hefur tekið á skuldavandanum, lækkað tekjuskatt og styrkt velferð. Ábyrg ríkisfjármálastjórn hefur tryggt hærri tekjur um leið og skuldasöfnun ríkisins hefur verið stöðvuð. Allt þetta ásamt réttlátari skattastefnu hækkar ráðstöfunartekjur og gerir fólki auðveldara að ná endum saman. Að slík stefna sé nefnd aðför að launafólki eru hrein öfugmæli.

Bjarni Benediktsson