Fróðlegt var að hlusta á álitsgjafana á Sprengisandi í morgun. Í umræðunni um skattamál sagði annar álitsgjafinn, í hneykslunartóni, að margir hagsmunaðilar í atvinnurekstri vildu helst ekki greiða skatta til samfélagsins og nefndi meðal annars útgerðina, þrátt fyrir að sú atvinnugrein sé skattlögð meira en allar aðrar í landinu. Sami álitsgjafi var þó spenntur fyrir því að minnka muninn milli skattþrepa í virðisaukaskatti og draga úr undanþágum.

Brynjar Níelsson