Jafn­rétt­is­stofa eyddi 441 þúsund krón­um á síðasta ári í leigu­bíla­kostnað, að því er Morgunblaðið greinir frá og vitnar til ríkisreiknings 2013. Átta manns vinna hjá Jafn­rétt­is­stofu. Í frétt blaðsins segir að Krist­ín Ástgeirs­dótt­ir, fram­kvæmdastjóri Jafn­rétt­is­stofu, sé ekki með bíl­próf en þurfi að ferðast mikið. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristín:

„Ég þarf að ferðast mjög mikið í starfi og er ekki með bíl til umráða, þannig að ég þarf ansi oft að taka leigu­bíl, t.a.m. þegar ég fer út á flug­völl og frá flug­vell­in­um og á milli fund­arstaða. Kostnaður­inn er samt ekki bara bund­inn við mig, þó að hann sé það að mestu. Ég er nefni­lega ekki með bíl­próf og hef aldrei komið því í verk að taka bíl­prófið.“

Geir Ágústsson er ekki ánægður með þessa eyðslu á almannafé og leggur til nokkrar lausnir:

  • Að aðrir en bílsprófslausi yfirmaðurinn sæki fundina.
  • Að fundir fari fram á Skype.
  • Að yfirmanninum sé skipt út fyrir annan með bílpróf.
  • Að Jafnréttisstofa sé lögð niður og fundir hennar þar með.
  • Að fólk noti mikið lofaða strætisvagna í stað leigubíla.
  • Að aðrir starfsmenn – þeir með bílpróf – skutli fundargestum á milli funda. Þeir eru varla að gera eitthvað merkilegt hvort eð er.
  • Að fundir séu haldnir í húsakynnum stofunnar. Það hlýtur að vera upplagt fyrir stofnun sem heitir “stofa”, ekki satt?
  • Að fundum sé safnað í tíma og rúmi saman þannig að ferðakostnaður vegna þeirra sé sem minnstur.