Þó að flestir séu á því að Ísland sé ekki fátækt land þá deilir engin um að fátækt má finna hér á landi. Svo hefur reyndar verið frá því land byggðist og staða fólks í samfélaginu hefur mótast af efnahag öðru fremur. Á þetta höfum við verið minnt í skáldskap og frásögnum fyrri tíðar. Og þrátt fyrir að almennt sé ástandið hér á landi gott í samanburði við önnur lönd þá verður fátækt og efnahagslega staða fólks sífellt tilefni til umræðu.

Sigurður Már Jónsson