Þótt Ísland sé Eyja þá er landið ekki eyland þegar kemur að málefnum hælisleitenda og útlendingamála.  Á seinustu árum höfum við séð umtalsverða fjölgun hælisleitenda. Alls voru hælisleitendur 117 árið 2012 (77 karlar, 19 konur og 21 barn).  Sennilega eru um 200 hælisleitendur í landinu núna.  Málaflokkurinn kostar í heild um 600 milljónir á ári og þar af eru um 330 milljónir beint á liðnum „Hælisleitendur“.   Fjölgun hælisleitenda hefur orðið til þess…
…að mikilvægt var að ráðast í gagngera endurskoðun á verkferlum þar að lútandi.  Hanna Birna Kristjánsdóttir hafði þor til að ráðast í aðgerðir í málaflokknum.  Það kann þó að hafa komið í bakið á henni.