Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið 21. ágúst síðastliðinn og þakkar sér og ríkisstjórn VG og Samfylkingar að sú skuli vera bjartar yfir íslensku efnahagsmálum en þegar ríkisstjórnin hrökklaðist eftir kosningar á síðasta ári.

Geir Ágústsson er ekki sannfærður en leggur til að lækna- eða sálfræðingastéttin skilgreini „nokkuð sem ég vil kalla SJS-heilkennið”. Á bloggsíðu sinni skrifar Geir:

„Ég býð hér upp á litla skilgreiningu: Að þakka sér fyrir allt sem er gott, en kenna öðrum um allt sem er slæmt. Viðhengd mynd skýrir vonandi heilkennið þannig að allir skilji.”