Már Guðmundsson, sem í liðinni var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára, hefur ákveðið að herða tökin við stjórnun peningamála. Peningastefnunefnd ákvað á fundi í morgun að halda stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum þrátt fyrir verðbólga sem langt undir verðbólgumarkmiðum. Í júlí lækkaði verðlag – það var verðhjöðnun.

Stýrivextir

Þeir sem gerðu sér vonir um að Már Guðmundsson breytti stefnunni í upphafi nýs skipunartíma byggðu þær á sandi. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í 21 mánuð eða frá nóvember 2012. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur bankinn ekki slakað á vaxtastefnunni – þvert á móti hert hana. Nú er svo komið að í gjaldeyrishöftum er raunstýrivaxtastig bankans margfalt hærra en þekkist í öllum helstu samkeppnislöndu Íslands, en það ásamt hækkandi gengi, gerir samkeppnisstöðuna verri.