Molaskrifara þótti dálítið skondið að heyra frá því sagt í fréttum fyrir helgina að senn ættu íslenskir neytendur þess kost að kaupa hamingjusama (steindauða) kjúklinga. Þetta minnti skrifara svolítið á sögu sem hann heyrði úr sláturhúsi á Vesturlandi fyrir löngu. Þar háttaði þannig til að féð var rekið til slátrunar upp svolitla brekku innanhúss. Sá sem hafði það hlutverk að reka kindurnar upp brekkuna var spurður hvort ekki væri erfitt að fá þær til að fara upp þessa hallandi braut þar sem ,,böðullinn” beið. – Nei, nei. Þær venjast þessu, svaraði hann.

Eiður Guðnason á bloggsíðu sinni um mola og málfar