Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði frá því nýlega að hann hefði fengið bréf þar sem hann var spurður hvers vegna ekki væri mynd af konu á peningaseðlum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær bætti forsetinn því við að það væri „bara ansi góð hugmynd“ að setja mynd af konu á einn seðilinn. Í framhaldi af því gerði tímaritið Time skoðanakönnun um það hvaða kona ætti að fá þann heiður að verða fyrsta bandaríska konan á peningaseðli. Átta frægar konur voru í boði, og eflaust kemur það mörgum á óvart að langefst, með 55,59% atkvæða, varð rithöfundurinn Ayn Rand.

Vefþjóðviljinn – Andríki