Stjórnarráð Íslands hafði starfað í tæp 110 ár áður en siðareglur um ráðherra komu til sögunnar. Þær voru settar um svipað leyti og mesta aðför var gerð að stjórnarráðinu í sögu þess með því meðal annars að leggja niður sérstakt dómsmálaráðuneyti. Hér skal fullyrt að eyðileggingin sem fylgdi aðför ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að stjórnarráðinu skiptir meira máli vilji menn skoða stjórnsýslulega veikleika tengda „lekamálinu“ en að siðareglur hafi ekki verið staðfestar af forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar sem settist að völdum vorið 2013.

Björn Bjarnason í dagbókarfærslu 7. ágúst 2014