Ríkissjónvarpið hefur forskot á Stöð tvö í læknasápusamkeppninni. Á miðvikudagskvöldið (30.07.2014) byrjaði Ríkissjónvarpið að sýna læknasápuþáttaröð klukkan 20 00. Samskonar sápa hófst á Stöð tvö klukkan 2020. Stöð tvö sýnist Molaskrifara vera með vikulegan vampíruþátt. Ríkissjónvarpið mun sennilega svara því með álíka vampíruþáttum á svipuðum tíma. Þar á bæ hafa menn langalengi haft sérstakt dálæti á vampírukvikmyndum eins og stundum hefur verið vikið að hér í Molum.

Eiður Guðnason á bloggsíðu sinni 1. ágúst 2014