Enn er sagan lifandi í samtíð okkar. Og þó nær átta aldir séu liðnar frá vígi Snorra Sturlusonar  og við séum hér komin saman til þess að minnast þess að 800 ár eru liðin frá fæðingu sagnarritarans mikla Sturlu Þórðarsonar, er öld Sturlungu lifandi fyrir hugskotssjónum margra Íslendinga og ýmsa þekki ég, bæði leika og lærða sem án nokkurs hiks skipa sér í fylkingar Sturlunga, Ásbirninga, Oddaverja, Vatnsfirðinga eða Haukdæla.

Góður vinur minn sagði gömlum frænda sínum fyrir margt löngu af vináttu okkar og  sá gamli svaraði alvörugefinn en ánægður: Já, hann Einar er Vestfirðingur. Vestfirðingar eru góðir menn. Þeir studdu Þórð kakala í Flóabardaga. – Þar með hafði ég fengið heilbrigðisvottorðið.

Einar K. Guðfinnsson