Ég heyrði að Canadamenn hefðu spurt í forundran á sinni tíð þegar kommúnistinn og Icesave snillingurinn Svavar Gestsson var skipaður sendiherra þar í landi: „Hvað höfum við eiginlega gert ykkur?” Hvert skyldi eiga að senda þennan Árna Þór eiginlega? Timbúktú?

Ég hélt að stefnt hefði verið að því að fækka sendiherrum og umsvifum í rekstri sendiráða um allan heim.  Ég viðurkenni fúslega að ég hefði þessvegna frekar viljað sjá Geir Hilmar Haarde fara að gera eitthvað annað, til dæmis að fara í Seðlabankann. En kannski skuldum við Bandaríkjamönnum það að senda þeim almennilegan mann eftir alla þessa krata eða þannig.

Halldór Jónsson verkfræðingur á bloggsíðu sinni 31. júlí 2014