Enn er það látið viðgangast að fjölmiðlar velti sér upp úr álagningarskrám landsmanna og velji þar einhverja gjaldendur út úr, reikni misrétt hvað þeir hafa haft í tekjur á síðasta ári, og birti svo. Hversu lengi á þetta að ganga svona?

Fyrir opinberum aðgangi að álagningarskránum eru fyrst og fremst færð tvær röksemdir. Í fyrsta lagi sé hér greitt í „sameiginlega sjóði“ og hver og einn eigi rétt á því að vita hvað aðrir borgi í sameiginlega sjóðinn. Í öðru lagi er það aðhaldið, að menn sem berast mikið á þori ekki að gefa upp örlitlar tekjur ef þeir vita að skrárnar verða birtar.

Andríki.