Það er okkur sem urðum fyrir þessu mikla inngripi mikilvægt að fá það rannsakað og upplýst. Að vel athuguðu máli ákvað fyrirtækið því að kæra dómarann til lögreglu þar sem grunur leikur á að hann hafi brotið lög við málsmeðferðina. Formaður dómarafélagsins heldur því fram í fjölmiðlum að eðlilegur farvegur fyrir mál af þessu tagi sé að senda kvörtun til nefndar um dómarastörf. Þetta stenst ekki skoðun. Enginn ætti að vera dómari í eigin sök og dómarar njóta sem betur fer ekki þeirrar sérstöðu í samfélaginu að nefnd á þeirra vegum geti úrskurðað um lögbrot.

Þorsteinn Már Baldvinsson