Stjórnarsáttmálinn var samþykktur af flokksráði Sjálfstæðisflokksins nokkru síðar. Ekki minnist ég þess að nokkur þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði neitt við stjórnarsáttmálann að athuga en hafi allir fúslega greitt atkvæði með honum.

Það skýtur því skökku við þegar formaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram stjórnarfrumvarp um leiðréttingu verðtryggðra skulda í samræmi við stjórnarsáttmálann að þá skulu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason hlaupast undan merkjum og hafa allt á hornum sér varðandi frumvarp formannsins sem er þó í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann.

Jón Magnússon