Í samanburði við undanfarin ár gætu þessar tölur gefið tilefni til þokkalegrar bjartsýni en sem áður er það stöðnun og kyrrstaða sem veldur öðrum en seðlabankamönnum mestum áhyggjum. Það sést ágætlega af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir Draghi á stýrivaxtafundinum. Sérstaklega horfa margir til Japans þar sem hagkerfið sökk niður í verðhjöðnun og viðvarandi fjárfestingaslaka. Skipti þá engu engu þó vextir væru orðnir neikvæðir á tímabili. Draghi neitar þó staðfastlega öllum samlíkingum þar á milli og er bjartsýn á að fjárfestingar taki við sér. Vitaskuld var hann spurður mikið um ástandi í Úkraínu en aukinn pólitískur óstöðugleiki þar getur haft áhrif á sjálfstraust fjárfesta.

Sigurður Már Jónsson