Matskennd ákvæði samkeppnislaga krefjast þess að fyrirtæki þekki vel stöðu sína í samkeppnisréttarlegu tilliti, þ.e. á hvaða mörkuðum þau starfa, hverjir séu keppinautar þeirra, hver markaðshlutdeild þeirra og keppinauta kann að vera og eðli samkeppninnar á hlutaðeigandi mörkuðum að öðru leyti. Þetta mat reynist oft erfitt og til að flækja veruleikann enn frekar er það síbreytilegt.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir