Fyrir nágranna Rússa í norðri er ástæða til að minnast þess að í ræðu fyrir um það bil ári flokkaði Pútín stöðuna á norðurslóðum með þeim málum sem vekja honum mesta reiði þegar hann ræðir um öryggismál Rússlands, það er með stækkun NATO og eldflaugavarnarkerfi NATO. Pútín er mikið í mun að gæta rússneskra hagsmuna á Norður-Íshafi. Endurmat á öryggishagsmunum Vesturlanda í ljósi framgöngu Pútíns við Svartahaf mun hafa áhrif á Norður-Atlantshafi.

Björn Bjarnason