John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hafi góðan skilning á gagnverki efnahagslífsins. Hann skildi mikilvægi þess að hófsemdar væri gætt í skattheimtu og hann gerði sér grein fyrir því að með því lækka skatta væri hægt að auka tekjur ríkissjóðs.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

Í dag eru 50 ár síðan Kennedy var myrtur en hugmyndafræði hans í skattamálum og ríkisfjármálum á jafnvel við (og jafnvel betur) en fyrir liðlega hálfri öld. Í ræðu sem hann flutti í desember árið 1962 sagði Kennedy meðal annars:

„Efnahagskerfi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í ríkisfjármálum, alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hagvöxt eða nægilega mörg störf.“

Íslenskir stjórnmálamenn gerðu vel í því að sækja í kistu forsetans.

Hér er hægt að lesa ræðuna í heild sinni.