Frá 1980 hefur ríkissjóður aðeins verið rekinn 12 sinnum með afgangi. Í 21 ár var halli og skuldum því safnað og víxlar gefnir út á komandi kynslóðir.

Frá 1980 hefur ríkissjóður greitt 1.300 milljónir króna í vexti (á verðlagi 2012). Þetta eru um 38 þúsund milljónir króna að meðaltali á ári og er svipuð fjárhæð og sett er í rekstur Landspítalans á þessu ári.

Vaxtagreiðslur ríkisins á þessu ári dygðu til að reka Landspítalann í liðlega tvö ár.

Vaxtagreiðslur ríkisins 2013 jafngilda árslaunum 13.900 Íslendinga. En ólíkt launafólki sem þarf að draga saman seglin, heldur ríkið áfram að eyða.