Hausthefti Þjóðmála er komið út en tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári. Að venju er efni ritsins, sem er ritrýnt, fjölbreytt en með haustheftinu hefst tíunda útgáfuárið.

Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, er útgefandi og ritstjóri Þjóðmála. Óhætt er að fullyrða að hann hafi unnið þrekvirki við útgáfu tímaritsins.

Efni haustheftis Þjóðmála:

  • Ritstjóraspjall
  • Í minningu ljóðs eftir Björn Bjarnason
  • Í Skálholtskirkju eftir Matthías Johannessen
  • Úr viðjum ESB-viðræðna til vestnorrænnar forystu
  • Hagræðing dugar ekki — uppskurður er nauðsynlegur eftir Óla Björn Kárason
  • Lífeyrissjóðirnir í ólgusjó eftir Kristin Inga Jónsson .
  • Barátta Jóns Gnarr gegn Guði eftir Jón Magnússon
  • Endurúthlutunarþjóðfélagið eftir Jóhann J. Ólafsson
  • Upphaf áætlunarflugs til Bandaríkjanna … eftir Jakob F. Ásgeirsson
  • Ríkisendurskoðandi og skýrslan um Íbúðalánasjóð eftir Vilhjálm Bjarnason
  • Morðið á Kennedy eftir Jónas Ragnarsson
  • Ógöngur hins opinbera eftir Bjarna Jónsson
  • Eyjar í álögum eftir Hannes Hólmstein Gissurarson
  • Trúin á lífið heldur okkur gangandi eftir Barböru Demick
  • B ó k a d ó m u r: Björn Bjarnason: Ísland ehf. eftir Magnús Haraldsson og Þórð Snæ Júlíusson

Í ritstjórnarspjalli segir Jakob F. Ásgeirsson meðal annars í tilefni af tíunda útgáfuárinu:

„Í fyrsta hefti var ritstjórnarstefnu Þjóðmála lýst með orðunum „frelsi og hæfilegt íhald“. Sagt var að tímaritinu væri ætlað að verða „vettvangur fyrir frjálshuga fólk“ sem væri orðið „þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu“. Í ritinu skyldu vera „vel skrifaðar og ígrundaðar greinar þar sem ýmislegt í stjórnmálum og þjóðlífinu almennt“ væri„tekið til skoðunar án undirgefni við margvíslegan rétttrúnað sem tröllríður okkar litla samfélagi“. Þessum ásetningi hafa Þjóðmál reynt að vera trú, svo sem fjölbreytt efnisval á þessum níu árum er til vitnis um.”

Þjóðmál er til sölu í öllum helstu bókabúðum en hér er hægt að gerast áskrifandi.