Nú þekkir Týr vel til stjórnkerfisins og veit sem er að innan fjármálaráðuneytisins sitja embættismenn sem telja ófært að lækka skatta. Það er hins vegar þannig að ef tekjur ríkisins duga ekki fyrir útgjöldum þá eru útgjöldin of mikil. Svo einfalt er það. Það er ekki hægt að miða íslenskt hagkerfi alltaf út frá tekjuþörf ríkisins.

Nú bíður Týr þess að nýr fjármálaráðherra afnemi þrepaskiptingu tekjuskattskerfisins, lækki almenna neysluskatta, lækki tryggingagjaldið og þannig mætti lengi telja. Það þarf ekki að hugsa allt út frá því að „brúa bilið” í rekstri ríkisins, heldur væri nær að lækka skatta og álögur til að heimili og fyrirtæki geti brúað sitt stóra bil.

Dálkahöfundurinn Týr í Viðskiptablaðinu 11. júlí 2013