Menn fengu umvörpum sjokk þegar Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðaráðherra, lofaði forstjóra Landsspítalans launahækkun svo sá síðarnefndi gæti stundað skurðlækningar á vinnutímanum, það er þeim tíma sem sá átti að sinna forstjórastörfum.

Afleiðingarnar urðu þær að allar starfsstéttir á Landspítalanum vildu launahækkun og enn er ekki ljóst hvernig málið endar. Ráðherratíð Guðbjarts er á enda. Við tekur sjokk ofan á annað sjokk…

Það er hins vegar allt á sömu bókina lært hjá þessum fyrrverandi ráðherrum og þingmönnum vinstra liðsins. Þeir eru ekki fyrr komnir í stjórnarandstöðu er þeir hafa ráð undir rifi hverju. Verst er þá ef því fylgir sjokk. Persónulega finnst mér ákaflega sjokkerandi að Guðbjartur sé í sjokki.

Sigurður Sigurðarson á bloggsíðu sinni 14. júní 2013, í tilefni af fésbókarfærslu Guðbjarts Hannessonar þar sem hann sagðist vera í sjokki eftir fyrstu dagana á Alþingi.