Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gefið út 83 mínútna mynd á DVD um Davíð Oddsson sem ber nafnið Þúsund stormar. Í myndinni er rætt við nokkra af samferðamönnum Davíðs auk þess sem sýndar eru gamlar og nýlegar upptökur úr safni Sjónvarpsins, sem margar hafa ekki verið sýndar lengi. Rætt er við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson.

Á diskinum er einnig 68 mínútur af aukaefni; viðtöl í fullri lengd sem Sjónvarpið tók við Davíð, það elsta frá 1991. Ritstjórar myndarinnar voru Rafn Steingrímsson, stjórnarmaður í SUS, og Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

SUS gefur út DVD um Davíð Oddsson
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gefið út 83 mínútna mynd á DVD um Davíð Oddsson sem ber nafnið Þúsund stormar. Í myndinni er rætt við nokkra af samferðamönnum Davíðs auk þess sem sýndar eru gamlar og nýlegar upptökur úr safni Sjónvarpsins, sem margar hafa ekki verið sýndar lengi. Rætt er við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson. Á diskinum er einnig 68 mínútur af aukaefni; viðtöl í fullri lengd sem Sjónvarpið tók við Davíð, það elsta frá 1991. Ritstjórar myndarinnar voru Rafn Steingrímsson, stjórnarmaður í SUS, og Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur.