Aðeins 139 flokksmenn Vinstri grænna tóku þátt í forvali í Norðvesturkjördæmi eða tæp 32% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt. Eitthvað var þeim, sem lögðu á sig að greiða atkvæði, mislagðar hendur því 54 atkvæði eða um 39% voru ógild. Tveir atkvæðaseðlar voru auðir.

Lilja Rafney Magnúsdóttir varð í fyrsta sæti með 65 atkvæði eða 78% gildra atkvæða en aðeins um 15% af flokksmönnum á kjörskrá.

Dregið skal í efa að það hafi nokkru sinni gerst að fjögur atkvæði af hverjum tíu séu dæmt ógild. En sú spurning er áleitin hvort Vinstri grænir kunni ekki að greiða atkvæði.