Árni Páll Árnason, sem sækist eftir formennsku í Samfylkingunni, sagði að áhætta af því að samþykkja ekki Icesave II væri meiri en að samþykkja þá. Tjónið af því að samþykkja ekki Icesave gæti orðið gríðarlegt. Björn Valur Gíslason, vinstri grænum, þakkaði samninganefndinni fyrir þessa góðu samninga. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, sagði já við samningunum og þó fyrr hefði verið.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram í umræðum um Icesave II að stjórnarandstaðan væri í svo mikilli afneitun að hún hefði notað 180 dýrmætar klukkustundir til að berja höfðinu við steininn í umræðum um Icesave. Steingrímur J. Sigfússon sagðist greiða frumvarpi um ríkisábyrgð á Icesave atkvæði sitt með góðri samvisku.

The video cannot be shown at the moment. Please try again later.