Ávinningur þeirra sem klára MBA-gráðu í viðskiptum hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Í frétt Financial Times [FT] kemur fram að á sama tíma og skólagjöld hafa hækkað verulega hafa laun þeirra sem ljúka MBA-námi hækkað minna en áður á fyrstu árunum eftir útskrift en áður.

Laun nemenda úr bestu viðskiptaháskólum Bandaríkjanna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þrefölduðust á fyrstu fimm árunum eftir útskrift. Nemendur sem útskrifuðust úr sömu skólum á 2008 og 2009 voru miklir eftirbátar því laun þeirra hækkuðu helmingi minna.

Á sama tíma hafa skólagjöld fyrir MBA-nám hækkað um 7% á ári. Nemandi sem hóf MBA-nám árið 2012 borgar 62% hærri skólagjöld (44% að raunvirði) en sá er hóf nám árið 2005. Að meðaltali eru skólagjöld fyrir tveggja ára nám í 51 skóla sem FT lítur til, 106 þúsund dollarar. Skólagjöld í Harvard Business School nema 126 þúsund dollurum.