Spurning:

Hver sagði eftirfarandi:

„Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati.”

Svar:

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi 16. apríl 2004. Tilefnið var að kærunefnd jafnréttismála hafði gefið út það álit að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði ekki virt jafnréttislög við skipan hæstaréttardómara.