The video cannot be shown at the moment. Please try again later.

ASÍ birti blaðaauglýsingu 13. desember með fyrirsögninni ORÐ SKULU STANDA. Í auglýsingunni var listi yfir það sem ASÍ taldi vera svikin loforð ríkisstjórnarinnar:

  •  Hækkun atvinnuleysisbóta til jafns við hækkun lægstu launa – ekki efnt
  •  Hækkun bóta almannatrygginga til jafns við hækkun lægstu launa – ekki efnt
  •  Fyrstu skref stigin í jöfnun lífeyrisréttinda fólks á almennum markaði til jafns við   opinbera starfsmenn – ekki efnt
  •  Afnám laga um skattlagningu á lífeyrisréttindi fólks á almennum markaði – ekki efnt
  •  Gengi krónunnar styrkt – ekki efnt
  •  Verðbólga í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) – ekki efnt
  •  Rammaáætlun afgreidd í samræmi við tillögu sérfræðinganefndar – ekki efnt
  •  Róttækar aðgerðir í atvinnumálum og auknar fjárfestingar – ekki efnt

 

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra tókust hart á um efni auglýsingarinnar í Spegli og Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Þar féllu stór orð. Hér er listi yfir nokkur þeirra sem Steingrímur J. notaði um Gylfa og Alþýðusambandið:

  • Gylfi kann ekki mannasiði
  • Það er lygi, Gylfi
  • Með endemum ósvífið
  • Þetta er auðvitað ekki boðlegt
  • Það er kannski takmarkað traust í bili milli mín og Gylfa Arnbjörnsson eins og hann hefur hagað sér
  • Svikaauglýsing
  • Svikabrigsl
  • Endemis ósvífni
  • Ómaklegt
  • Fá ASÍ eða Gylfa í bakið
  • Til lítils sóma
  • Dæmalaus auglýsing ASÍ
  • Ósæmilegt
  • Við [ríkisstjórnin] erum málefnaleg og sanngjörn öfugt við suma aðra
  • Ábyrgðarlaust
  • Menn verða að kunna mannasiði
  • Óskammfeilin aðferð til þess að koma höggi á ríkisstjórnina