Sumir halda því fram að ég beri ábyrgð á því að íslenskt fjármálalíf fór á hliðina nú í haust. Ég hef verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn“, ég hafi „komið Íslandi á hausinn“ og svo framvegis. Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum. Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis. Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá.

Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem birtist í Morgunblaðinu 29. desember 2008.