Ómar Stefánsson skipstjóri er ekki hrifinn að sitjandi stjórnvöldum. Hann telur að nú stjóri hugmyndasnauður hvítvínsklúbbur þjóðinni. Það sé af það sem áður var þegar framsýnir menn eins og Einar Benediktsson komu fram með hugmyndir sem skutu stoðum undir uppbyggingu og framfarir.

Í pistli sem birtist í Morgunblaðinu skrifar Ómars:

“Í dag stjórnar hugmyndasnauður hvítvínsklúbbur þjóðinni, ekki bara það, ríkisstjórnin drepur allar góðar hugmyndir aðrar en þær að opna eina búlluna enn í hundrað og einum. VG- og Samfylkingarliðið liðið situr á kaffihúsum 101 og sötrar hvítvín á miðjum dögum, á fullum launum hjá ríkinu. Það skilur ekki hinar vinnandi stéttir, eða kjör þeirra sem minna mega sín í samfélaginu sem nú borga reikninginn m.a. fyrir klúður Steingríms J. Sigfússonar sem kastaði út um gluggann nítján miljörðum í Sparisjóð Keflavíkur. Hverjir borga? Sjómenn, með hinum nýja landsbyggðarskatti (svokallað auðlindagjald), aldraðir og öryrkjar, eins og ævinlega hjá norrænu velferðarstjórninni; þessir hópar fá reikninginn. Skyldu Jóhanna og Steingrímur J. vera jafn kröfuhörð við sjálf sig og Einar Benediktsson var á sínum tíma? Nei, þau hafa ekki reisn eða hugrekki til þess. Bæði hafa þau verið dæmd sek af dómstólum landsins, Steingrímur þegar hann var landbúnaðarráðherra og Jóhanna sem forsætisráðherra. Sannleikurinn er sá að þau eru bæði of miklar bleyður til að axla ábyrgð. Til eru þeir sem halda því fram að þau leggi allt í sölurnar til að halda stjórninni saman, þó það bitni augljóslega á þjóðarhag, vegna ótta við að vera dregin fyrir landsdóm, og þjóðin á skýlausan rétt á því að það verði gert, við fyrsta tækifæri. Annað væri móðgun við þjóðina.”