eftir Einar Má Guðmundsson

Hér fjallar Einar Már um ofurvald fjármálaheimsins, um eldfjöll, banka og byltingar, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, gamanleikara og kökubakstur, fátækt og ríkdæmi, réttlæti og óréttlæti, og setur þetta allt fram í sönnum sögum þar sem veruleikinn slær öllum skáldskap við. Beitt og bráðskemmtileg bók eftir einn okkar flinkustu penna.

Umsagnir:

Einar Már fékk lofsamlega dóma í dönskum fjölmiðlum. Gagnrýnandi Information segir að „bókmenntir og listir séu besta vörnin gegn þeim ærumissi sem Ísland og önnur lönd hafa liðið á þessum krepputímum“.

Berlingske Tidende var á svipuðum nótum og hélt því fram að trú Einars Más á bókmenntirnar væri „sem vopn í baráttunni gegn innihaldsleysi og tómhyggju.“

„Undirtónninn er skörp þjóðfélagsdeila og krafa um að fjármálamenn og bankar beri sjálfir ábyrgð á skuldbindingum sínum en þeim sé ekki velt á herðar almennings.”

Björn Bjarnason / Þjóðmál

„Einari Má liggur hins vegar ekki alveg eins mikið á hjarta í Bankastræti núll og Hvítu bókinni sem var siðferðileg greining á góðærinu og hruninu. Tónninn hjá Einari Má er léttari nú enda lengra liðið frá hruninu þó gagnrýni hans á frjálshyggju, græðgi og óréttlæti sé ennþá fyrirferðarmikil og í reynd rauði þráðurinn í bókinni. Í stað reiðinnar og hins þunga tóns er kominn meiri húmor og kaldhæðni þar sem Einar Már skopast að íslensku útrásarmönnunum, bönkunum og góðærinu og segir sögur af því sem honum dettur í hug.“

Ingi F. Vilhjálmsson , DV