Í Þeirra eigin orðum er safnað ýmsum eftirminnilegustu  ummælum  útrásartímans, þegar allt var á útopnu – líka talfæri mannanna. Hverjir fóru yfir strikið? Hverjir urðu sér til skammar? Hverjir hittu naglann á höfuðið? Þetta er einstakt safn skemmtilegra og misjafnlega gáfulegra ummæla frá útrásartímanum. Í formála segir að mörg þessara ummæla hafi enga þýðingu nema í stund dagsins en önnur séu merkileg og nauðsynlegt að þeim sé haldið til haga. „Tilsvör, fullyrðingar, athugasemdir og yfirlýsingar segja oft mikla sögu og gefa skemmtilega innsýn  í  andrúm samfélagsins á hverjum tíma … Hér er á ferðinni persónulegt val sem er fyrst og  fremst ætlað til skemmtunar en líka til að geyma á einum stað ýmislegt sem ekki má gleymast og hollt er að rifja upp.“

Umsagnir:

„… frábært safn tilvitnana í stjórnmálamenn, útrásarvíkinga, álitsgjafa og fleiri …“

Skafti Harðarson, Eyjan.is

„… þetta er ótrúleg lesning, að sjá hvernig jafnvel mætustu menn gátu ruglað og bullað í þeim tilgangi einum að réttlæta vitleysuna …“

Jón Þ. Þór, DV.is

„Þeir eru margir gullmolarnir í bókinni Þeirra eigin orð.“

Orðið á götunni, Eyjan